Í nótt dreymdi mig að ég bankaði upp á hjá Einari Sverri. Þótt ég hafi aldrei komið heim til hans og viti ekki hvernig húsið hans lítur út hafði ég e-a ákveðna hugmynd um húsagerðina greinilega. Við fórum í e-a tölvuleiki og hann átti hund sem virtist vera stærri útgáfa af mínum hundi.
Einhver stelpa sem bjó í sama húsi var e-ð að gagnrýna mig, man ekki alveg út af hverju. Loks bankaði vinur Einar upp á með snjóbrettið sitt. Það var snjór úti svo ég hringdi í Árna og Kjartan svo þeir gætu verið með.
Þótt Einar búi á Álftanesi var umhverfið eins og heima hjá mér þegar við fórum út, Árni og Kjarri birtust líka upp úr þurru með brettin sín og skyndilega hélt ég á mínu bretti. Bindingarnar voru samt bilaðar svo ég þurfti að liggja á mínu bretti og Einar var með sleða því hann á ekki bretti :)
Svo fórum við að renna okkur í e-i brekku, Kjartan datt allsvakalega á hausinn og enginn trúði honum nema ég.
The end.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment