Monday, October 13, 2008

Það er svo margt sem mennirnir leita að...

Sálir saman runnu
syngja englar enn.
Þeir hvorum áfram unnu
þótt ætíð væru menn.

Ekki dæma drauma
þó djúpir séu í raun.
Sálar vefur sauma
er svæfður hér á laun.

Þá reis úr ösku eldur
sem elskar alla menn.
Með hita hann því veldur
að hjörtun tifa enn.

-Hafsteinn Einarsson 2008