Wednesday, February 13, 2008

Hættur

Hef ákveðið að halda draumadagbókinni bara út af fyrir mig.

Draumarnir eru ekkert það spennandi og ef einhver myndi lesa þetta sem þekkti mig ekki myndi hann örugglega halda að ég væri e-ð andlega vanþroskaður.

Monday, February 11, 2008

Kastali

Ég er alltaf í e-u fornu umhverfi, kannski er ég gömul sál (ef það hugtak er til) en ég efa það samt sem áður.

Í nótt var ég sem sagt í e-m fornum kastala ásamt eðlisfræðikennaranum mínum sem þurfti álit mitt á jakkanum sem hann var í því hann var að fara á fund.

Svo eiginlega vaknaði ég.

Af hræðslu.

Sunday, February 10, 2008

Kakan er lygi

Ég er staddur í hálfyfirgefnu hóteli sem allir skiptinemar á Íslandi búa í. Það á að halda veislu. Carsten sýnir mér hvar veislusalurinn er. Umhverfið minnir mig mest á yfirgefinn spítala frá seinni heimsstyrjöldinni en þegar borðið með veislukræsingunum stendur fyrir framan mig læt ég umhverfið ekki hafa áhrif á mig lengur.

Ég fæ að taka fyrstu sneiðina af kökunni. Í gleði minni sker ég kökuna í tvennt og tek annan helminginn. Ég sest niður og ætla að byrja að borða en sé að allir eru að horfa á mig - frekar illilega. Carsten kemur og segir að ég sé með of stóra sneið. Ég ætla þá kurteisislega að reyna að skila sneiðinni en ég get það ekki! Ég get ekki staðið upp, sit fastur í stólnum með sneiðina og get ekki hreyft mig. Fólk byrjar að verða pirrað á mér en ég get ekki sagt neitt svo ég vakna...

Saturday, February 9, 2008

Próf, stolin útvarpsfront og utanlandsferðir

Skiptum ævintýrum þessarar nætur í þrjá hluta:
  1. Ég er staddur í G stofu í gamla skóla. Bekkurinn er í prófi sem Guðbjartur situr yfir. Prófið hafði verið of langt svo við fengum daginn í dag til að klára það. Ég sit við hlið Vésteins sem hefur risastórt plaggat sem Hörður hafði búið til með öllum svörunum. Vésteinn lánar mér blaðið, ég er í tímaþröng svo ég verð að skrifa allt niður eins fljótt og auðið er. Á plaggatinu eru aðallega upplýsingar um hina og þessa RPG leiki sem ég hef spilað og prófið virtist snúast að mestu leyti um það.
  2. Við erum stödd í flugvél á leiðinni til útlanda. Með í för er fullt af fólki sem ég þekki eða kannast við. Þegar á hótelið er komið (veit ekki hvaða landi) erum við öll saman í einu stóru herbergi og liggjum á sjúkrarúmum sem virðast vera rúmin okkar. Ein ákveðin manneskja í hópnum lætur mig ekki í friði og ég reyni að forðast hana. Ég hleyp því út í fótbolta með Herði fyrir utan hótelið og þannig endar sá draumur.
  3. Ég er staddur á hlaðinu fyrir utan Spöngina. Það er stór pallbíll staddur fyrir framan mig en ég er bara áhorfandi í draumnum. Tveir piltar, sem ég hef aldrei séð áður svo ég viti, stela útvarpsfronti úr pallbílnum. Eigendur pallbílsins (þrír menn) verða fjúkandi reiðir og hefja eftirför á eftir þjófunum sem flýja í gamalli Hondu. Eltingaleikurinn liggur í gegnum Skeifuna (veit ekki hvernig) og endar fyrir utan Shell bensínstöðina á Ártúnshöfða þar sem gamla Ártúns stoppustöðin er. Stoppustöðin leit út eins og þegar ég var fimm ára og þjófarnir köstuðu frontinu í grasið. Lögreglan var nú með eigendum pallbílsins en gátu ekki sakað þjófana um neitt því þeir voru ekki með frontið. Þá hófst leit að frontinu en þjófarnir flýttu sér að ná í það og stinga því í gulan bónus plastpoka og lýstu yfir sigri standandi ofan á ruslagámi...
Jebb - þetta er svolítið súrt.

Friday, February 8, 2008

Martröð

Í nótt dreymdi mig ekki neitt

Í fyrrinótt fékk ég martröð sem er of gróf fyrir þau viðkvæmu hjörtu sem lesa þessa síðu.

Wednesday, February 6, 2008

Nördaþing og fótbolti

Er staddur á e-i stórri keppni (IMO, IChO eða IPhO) og Hörður er með mér. Við förum að spila fótbolta á e-m velli sem líkist einna helst tennisvelli en samt með fótboltamörkum. Völlurinn fyllist fljótt af keppendum svo Hörður ákveður að flýja og ég nenni ekki að vera einn svo ég elti hann.

Í næstu senu er ég hangandi í hengibrú sem liggur yfir öðrum fótboltavelli þar sem Hörður er að rústa litlum krökkum í fótbolta.

Já sæll...

Monday, February 4, 2008

Ekki örvænta

Enginn draumur í gær og svo gleymdi ég draumnum í fyrrdag þ.a. örvæntingafullir lesendur draumanna (sem eru held ég engir enn þá) verða að bíða rólegir.

Saturday, February 2, 2008

Draumur 30. jan (blogger var bilað þá)

Í nótt dreymdi mig að ég bankaði upp á hjá Einari Sverri. Þótt ég hafi aldrei komið heim til hans og viti ekki hvernig húsið hans lítur út hafði ég e-a ákveðna hugmynd um húsagerðina greinilega. Við fórum í e-a tölvuleiki og hann átti hund sem virtist vera stærri útgáfa af mínum hundi.

Einhver stelpa sem bjó í sama húsi var e-ð að gagnrýna mig, man ekki alveg út af hverju. Loks bankaði vinur Einar upp á með snjóbrettið sitt. Það var snjór úti svo ég hringdi í Árna og Kjartan svo þeir gætu verið með.

Þótt Einar búi á Álftanesi var umhverfið eins og heima hjá mér þegar við fórum út, Árni og Kjarri birtust líka upp úr þurru með brettin sín og skyndilega hélt ég á mínu bretti. Bindingarnar voru samt bilaðar svo ég þurfti að liggja á mínu bretti og Einar var með sleða því hann á ekki bretti :)

Svo fórum við að renna okkur í e-i brekku, Kjartan datt allsvakalega á hausinn og enginn trúði honum nema ég.

The end.