Sunday, February 10, 2008

Kakan er lygi

Ég er staddur í hálfyfirgefnu hóteli sem allir skiptinemar á Íslandi búa í. Það á að halda veislu. Carsten sýnir mér hvar veislusalurinn er. Umhverfið minnir mig mest á yfirgefinn spítala frá seinni heimsstyrjöldinni en þegar borðið með veislukræsingunum stendur fyrir framan mig læt ég umhverfið ekki hafa áhrif á mig lengur.

Ég fæ að taka fyrstu sneiðina af kökunni. Í gleði minni sker ég kökuna í tvennt og tek annan helminginn. Ég sest niður og ætla að byrja að borða en sé að allir eru að horfa á mig - frekar illilega. Carsten kemur og segir að ég sé með of stóra sneið. Ég ætla þá kurteisislega að reyna að skila sneiðinni en ég get það ekki! Ég get ekki staðið upp, sit fastur í stólnum með sneiðina og get ekki hreyft mig. Fólk byrjar að verða pirrað á mér en ég get ekki sagt neitt svo ég vakna...

No comments: