Saturday, February 9, 2008

Próf, stolin útvarpsfront og utanlandsferðir

Skiptum ævintýrum þessarar nætur í þrjá hluta:
  1. Ég er staddur í G stofu í gamla skóla. Bekkurinn er í prófi sem Guðbjartur situr yfir. Prófið hafði verið of langt svo við fengum daginn í dag til að klára það. Ég sit við hlið Vésteins sem hefur risastórt plaggat sem Hörður hafði búið til með öllum svörunum. Vésteinn lánar mér blaðið, ég er í tímaþröng svo ég verð að skrifa allt niður eins fljótt og auðið er. Á plaggatinu eru aðallega upplýsingar um hina og þessa RPG leiki sem ég hef spilað og prófið virtist snúast að mestu leyti um það.
  2. Við erum stödd í flugvél á leiðinni til útlanda. Með í för er fullt af fólki sem ég þekki eða kannast við. Þegar á hótelið er komið (veit ekki hvaða landi) erum við öll saman í einu stóru herbergi og liggjum á sjúkrarúmum sem virðast vera rúmin okkar. Ein ákveðin manneskja í hópnum lætur mig ekki í friði og ég reyni að forðast hana. Ég hleyp því út í fótbolta með Herði fyrir utan hótelið og þannig endar sá draumur.
  3. Ég er staddur á hlaðinu fyrir utan Spöngina. Það er stór pallbíll staddur fyrir framan mig en ég er bara áhorfandi í draumnum. Tveir piltar, sem ég hef aldrei séð áður svo ég viti, stela útvarpsfronti úr pallbílnum. Eigendur pallbílsins (þrír menn) verða fjúkandi reiðir og hefja eftirför á eftir þjófunum sem flýja í gamalli Hondu. Eltingaleikurinn liggur í gegnum Skeifuna (veit ekki hvernig) og endar fyrir utan Shell bensínstöðina á Ártúnshöfða þar sem gamla Ártúns stoppustöðin er. Stoppustöðin leit út eins og þegar ég var fimm ára og þjófarnir köstuðu frontinu í grasið. Lögreglan var nú með eigendum pallbílsins en gátu ekki sakað þjófana um neitt því þeir voru ekki með frontið. Þá hófst leit að frontinu en þjófarnir flýttu sér að ná í það og stinga því í gulan bónus plastpoka og lýstu yfir sigri standandi ofan á ruslagámi...
Jebb - þetta er svolítið súrt.

No comments: