Wednesday, February 6, 2008

Nördaþing og fótbolti

Er staddur á e-i stórri keppni (IMO, IChO eða IPhO) og Hörður er með mér. Við förum að spila fótbolta á e-m velli sem líkist einna helst tennisvelli en samt með fótboltamörkum. Völlurinn fyllist fljótt af keppendum svo Hörður ákveður að flýja og ég nenni ekki að vera einn svo ég elti hann.

Í næstu senu er ég hangandi í hengibrú sem liggur yfir öðrum fótboltavelli þar sem Hörður er að rústa litlum krökkum í fótbolta.

Já sæll...

No comments: