Tuesday, January 15, 2008

Spil og krabbamein

Ég hef ákveðið að stofna til draumadagbókar á netinu þar sem draumarnir verða raunverulegri með hverjum deginum. Ég hef mest talið fimm drauma á einni nóttu hingað til og marga svo raunverulega að ég átti í erfiðleikum með að finna út hvort um svefn eða vöku væri að ræða. Dagbókin er aðallega fyrir sjálfan mig en staðsett hér til þæginda og fyrir aðra að njóta, vonandi skemmtið þið ykkur e-ð yfir þessum vægast sagt skrýtnu draumum.

Í nótt dreymdi mig tvo drauma sem ég man eftir en þeir voru frekar sundurlausir báðir.
  1. Í fyrsta draumnum var ég staddur heima hjá ónefndum vini mínum þar sem okkur var tilkynnt að móðir hans væri nýlátin vegna krabbameins. Það sem furðaði mig mest við drauminn var að ég gat ekki trúað því að hún væri 20 ára en sá sem tilkynnti okkur andlátið var fastur á því. Við kipptum okkur svo ekkert frekar upp við þessa tilkynningu.
  2. Næst erum við stödd í gamla sumarbústaðnum mínum þar sem ég, Erlingur, Gummi og Carsten spilum eitt skemmtilegasta spil sem ég hef nokkurn tíman spilað. Ég á erfitt með að lýsa því en það var fjandi skemmtilegt! Svona eins og blanda af Risk og e-m herkænskuleikjum. Spilið gengur hins vegar ekki vel því Gummi er mjög tapsár og hrindir öllu af spilaborðinu þegar hann lendir í slæmri stöðu en svo svindlar hann einnig ákaft.
Það var þá ekki fleira í bili, vonandi dreymir mig e-ð skemmtilegt í nótt :)

No comments: