Thursday, January 24, 2008

Hjálp og sund

Það gerðust skrýtnir hlutir í nótt. Mig dreymdi tvo drauma sem voru svohljóðandi:
  • Það er komið fólk heim til mín og það virðist ekki hætta að hjálpa mér. Bak við skápinn minn eru leynidyr að risastóru heimabíóherbergi með fullt af alls konar græjum sem fólkið er alltaf að kíkja inn í. Þau vilja líka endilega sýna mér risastóra gæludýraherbergið sem þau settu upp í kjallaranum. Það er frekar dimmt þar, stór gangur með þrem glerhurðum. Bak við hverjar dyr er svo fullt af dýrum, ég opna fyrstu dyrnar og dýrin hreinlega fljóta út! Maðurinn sem er að hjálpa mér týnir þau saman og m.a. svörtu ekkjuna (sem var víst ekki eitruð). Ég byrja að skoða dýrin og sé að nú á ég simpansa, aðra litla apa, fullt af fiskum, eðlum, snákum og dýr sem hugur minn bjó til á staðnum og ég hef ekki séð áður. Hjálpararni fóru allt í einu en komu svo aftur þrem dögum seinna því ég hafði gleymt að gefa dýrunum að borða.
  • Hinn draumurinn var enn þá skrýtnari. Hann gerist í umhverfi kringum sundlaug. Ég er Mario og Gummi er Luigi (samt erum við alveg líkir sjálfum okkur). Markmið okkar er að reyna fá fleiri stig en hinn. Það eru spilakassar út um allt sem gefa frá sér „sveppi“ sem ég reyni að ná og get þá flogið, náð í fullt af peningum, séð hvar Gummi er og ýmislegt fleira. Þetta endar svo þegar ég kemst inn í e-r leynigöng og næ fullt af peningum (og vinn örugglega).
Það var þá ekki fleira í þetta skiptið :)

No comments: