Friday, January 18, 2008

Skemmtistaðir og ríkið

Ég er í Kringlunni. Í hvert skipti sem mig dreymir Kringluna virkar hún á mig eins og Hogwart skóli. Leynigangar út um allt, faldar búðir og maður veit engan vegin hvar maður er (er Kringlan kannski bara þannig?).

Ég, Árni og Gummi röltum að nýjum skemmtistað og komumst inn. Við setjumst í þægilegan sófa og byrjum að drekka. Gluggarnir á skemmtistaðnum er mjög stórir og mér til mikillar furðu virðumst við vera í mörg hundruð metra hæð þegar ég lít út.

En jæja, við stijum þarna í makindum í sófanum þegar nefnd á vegum ríkisins ryðst skyndilega inn á staðinn. Kona sem minnir einna helst á einkaritara strunsar að okkur og biður okkur um skilríki. Við neitum því og þá byrjar hún að tala um að allir sem eru undir lögaldri á staðnum verði reknir út og þeir mæti ekki í vinnu næsta dag vegna brotsins. Þá spurði ég konuna hvort hún væri með vottorð fyrir þessu og hún sýnir mér nafnið á gamla yfirmanni mínum (sem ég var búinn að gleyma hvað hét, merkilegt nokk!). Við látum reka okkur út hið snarasta hæstánægðir með að þurfa ekki að mæta í vinnu næsta dag svo við byrjum að slæpast e-ð í Kringlunni.

Draumurinn endaði svo á því að villtumst í Kringlunni og komumst ekki heim :(

No comments: